Færsluflokkur: Bloggar
11.4.2008 | 13:24
Það sem gamlir kveða......
Einn daginn fór gömul kona með fulla tösku af peningum í banka.
Við afgreiðsluborðið sagði hún að hún vildi bara tala við bankastjórann,
um að opna sparireikning: Þetta eru miklir peningar, þú skilur."
Eftir langar rökræður var konunni fylgt til bankastjórans -
viðskiptavinurinn er konungur!!
Bankastjórinn spurði um upphæðina sem konan vildi leggja inn.
Hún sagði honum að það væri um 50 milljón evrur að ræða. Hún tæmdi töskuna
fyrir hann. Auðvitað varð bankastjórinn forvitin um hvaðan allir þessir
peningar kæmu.
Kæra frú, það kemur mér á óvart hversu mikla peninga þú hefur - hvernig
stendur á því?"
Gamla konan svaraði: Mjög einfalt. Ég veðja!"
Veðjar?" spurði bankastjórinn, hvers konar veðmál?"
Gamla konan svaraði: Jah, allt mögulegt. Til dæmis, veðja ég við þig,
uppá 25.000 evrur að eistun á þér séu ferköntuð!"
Bankastjórinn fór að hlæja og sagði: Það er fáránlegt! Á þennan hátt
getur þú aldrei unnið svona mikla peninga."
Jæja, eins og ég sagði áðan, þá er það á þennan hátt sem ég vinn mér inn
peningana. Ert þú tilbúin til að taka þátt í þessu veðmáli?"
Auðvitað!" svaraði hann. Það voru jú miklir peningar í húfi.
Ég veðja semsagt 25.000 evrum uppá að eistun á mér séu ekki ferköntuð."
Gamla konan svaraði: Samþykkt, en þar sem þetta eru miklir peningar, má
ég þá koma við á morgunn, kl 10:00 með lögfræðinginn minn, svo að við höfum
líka vitni?"
Auðvitað!" Bankastjórinn samþykkti.
Um nóttina var bankastjórinn frekar taugaóstyrkur og skoðaði ýtarlega á sér
eistun, tímunum saman. Fyrst öðrumegin svo hinumegin. Að lokum með hjálp
einfalds prófs varð hann 100% öruggur. Hann myndi vinna veðmálið, alveg
viss!
Morguninn eftir kom gamla konan, kl 10:00 í bankann með lögfræðinginn sinn.
Hún kynnti mennina tvo hvor fyrir öðrum og endurtók veðmálið uppá 25.000
evrur.
Og uppá nýtt samþykkti bankastjórinn veðmálið að eistun á sér væru ekki
ferköntuð. Eftir það bað hún hann um að taka niður um sig buxurnar til að
skoða málið (punginn) einu sinni.
Bankastjórinn tók niður um sig buxurnar, gamla konan kom nær, skoðaði
punginn í rólegheitum og spurði hann varlega hvort hún mætti koma við
eistun.
Mundu eftir að það eru miklir peningar í húfi.
O.K." sagði bankastjórinn öruggur.
Þetta er 25.000 evra virði og ég skil vel að þú viljir vera viss."
Þá kom konan enn nær og hélt eistum mannsins í lófa sér.
Þá tók bankastjórinn eftir því að lögfræðingurinn var farinn að berja
hausnum á sér við vegginn.
Bankastjórinn spurði konuna: Hvað er að lögfræðingnum þínum?"
Hún svaraði: Ekkert, ég veðjaði við hann, uppá 100.000 evrur að ég
skildi í dag kl 10:00 hafa eistun á bankastjóra í hendi mér." Og hvað er þetta sagði sú gamla og togaði örlítið í .......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.4.2008 | 13:07
Stórhættulegur morðingi !
"stórhættulegur morðingi"
þetta eru mikil tíðindi og stór orð úr munni opinbers manns og hljóta að vera sögð af ástæðu og fullri ábyrgð
Bílstjórar: Við höldum áfram" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2008 | 12:52
Gott ráð fyrir golf áhugamenn.
Jónas var í golfi með 3 vinum sínum og þeir voru að ræða það hversu erfitt var að fá konur þeirra til að samþykkja það að þeir færu í golf alla morgna og flesta eftirmiðdaga líka.
Guðmundur stundi þungan og sagði:
-Ég varð að kaupa BMW handa konu minni til að fá að leika golf er ég vildi.
Aðalsteini þótti þetta ekki mikið og sagði:
-Það var vel sloppið hjá þér, ég varð að kaupa BMW og minkapels.
Reyni var mikið niðri fyrir:
-Þetta var vel sloppið hjá ykkur báðum, ég varð að kaupa BMW, pels og demantshálsfesti.
Jónas glotti við tönn og sagði:
-Ha! Ég þurfti ekki að kaupa neitt handa minni. Á hverjum morgni halla ég mér að minni, hnippi í hana og segi:
Samfarir eða golf, og hún segir strax:
-Mundu eftir að hafa peysuna þína með þér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2008 | 13:52
Sunnudagur
Fjölskyldan hafði ákveðið að fara saman í sund í Árbæjarlaug í morgun, á síðustu stundu var hringt í eiginmanninn og hann varð að fara í útkall.
Össi litli fór því einn með mömmu sinni og afklæddi sig í kvennaklefanum með henni.
Þegar hann leit dýrðina í klefanum sagði hann;
"Rosalega verður pabbi svekktur að missa af þessu".
ÁlasundNokkrar stúlkur fóru í hjólreiðatúr upp í sveit, heitt var í veðri og þegar þær komu að fagurblárri tjörn ákváðu sundfatalausar stúlkurnar að fá sér sundsprett.
Jakob átti leið framhjá og horfði smástund á glæsileikann.
"Þú verður að bíða lengi ef þú ætlar að sjá okkur koma berrassaðar upp úr" kölluðu þær glettnar til hans.
"Það held ég varla", svaraði Jakob, "ég er að rækta ála í tjörninni og það eru nokkrir meterslangir drjólar að sveima í kringum ykkur".
Að standa sig
Nanna kom hjólandi í miðbæinn en þegar hún stillti hjólinu sínu upp við vegginn féll það.
"Lélegt", sagði Lalli lúser, "hangir ekki lóðrétt þótt reynt sé".
"Ætli þú værir ekki farin að slappast líka eftir að hafa verið á milli læranna á mér í tvo klukkutíma?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2008 | 20:12
Gagnslaus fundur !
Get ekki annað en blandað mér í þá umræðu sem hefur skapast um þetta mál, margir eru gáfumennirnir og hver með sína skoðun og sitt álit að sjálfsögðu, ég tel mig nú hvorki gáfumann né vitring en samt tel ég að ég viti aðeins um svona mál "á nokkrar miljón km. að baki sem bílstjóri bæði hér álandi og erlendis er bara að tala um ekna km. sem atvinnubílstjóri"
1. Olíuverð er afar hátt: en af hverju er það svona hátt ? jú óhagstætt gengi og hátt innkaupsverð vegur aðeins en stærstan hluta verðsins má síðan rekja beint til ríkisvaldsins, óheyrileg skattaálagning á eldsneyti.
2. Skattlagning eða frekar skattpíning á þessum rekstri er fyrir neðan allar hellur, atvinnubílstjóri þarf að endurnýja sitt ökuskyrteini helmingi oftar en hinn almenni bílstjóri og í dag kostar það um 70 - 75 þúsund kr. en hjá hinum almenna bílstjóra bara læknisvottorð og mynd kannski 5000 þúsund kall, ríkið krefst þungaskatts á hver ekinn km. umfram þann þungskatthluta sem er inní olíuverðinu og það er jafnvel farið svo langt í skattpíningunni að krefja útgerðar menn vörubíla sem aka nánast aldrei eða ekkert á þjóðvegi um þungaskatt, bílar sem aka í námum og á lokuðum vinnusvæðum.
3. Hvíldartími atvinnu bílstjóra: þessi liður fer fyrir brjóstið á ansi mörgum og mér líka en helst vegna þess hvað þessar reglur eru "bjánalegar" hér á þessari litlu eyju, þær eru Í UPPHAFI búnar til til að koma í veg fyrir að flutningabílstjórar úti í hinum stóra heimi aki svo þúsundum km. / dögum skipti án þess að taka sér einhverjar hvíldir tld. að aka frá Ítalíu upp til N.Noregs eða þaðan af lengri leiðir, svona ferðalög taka marga daga jafnvel vikur ,en að aka frá tld. Raufarhöfn til Reykjavíkur jafnvel til Keflavíkur sem er okkar lengsti leggur nema ef farinn er allur hringurinn tekur mun styttri tíma eða "ca. einn dag" þar er stór munur á, auðvitað stoppa menn til að sinna grunnþörfum sínum en oftast fá menn sinn hvíldartíma á nóttinni sofandi í sínu rúmi, að ætlast til að menn verði að hvílast í þrjú korter eftir 4,5 tíma er bara bull og það besta við þennan reglugerðar eltingaleik er að bílstjóri verður að komast á einhvern stað annan en bílinn því það er ekki viðurkenndur hvíldarstaður þó svo að þar sé rúm og oft á tíðum allt til alls nema ef til vill ekki WC. hvar eiga menn að hvíla sig eftir þessa 270 mínútna vinnu törn ? kannski á milli þúfna við vegkantinn því ekki er nein aðstaða meðfram þjóðvegum okkar eins og er nær allstaðar erlendis nema þá hellst í gamla sovét, nei mér finnst nú að ráðamenn ættu aðeins að skoða þessi mál betur og þá auðvitað í samráði við þá sem málið aðalega snýst um þeas.atvinnubílstjóra,,, og svona rétt að lokum þá held ég að slys í umferðinni hér á landi sem rekja megi beint til þess að sofandi flutninga/rútu bílstjóri kom við sögu séu það fá að allt þetta brölt borgi sig ekki en að sjálfsögðu verður að halda vöku þeirra sem málið varðar, ég ætla ekki að eiða orðum á það hvar mestu hætturnar eru í umferðinni en ég legg minn drengskap að veði þess efni að hann er ekki um borð í trukkum
eða rútum þeim sem um vegi landsins aka.
Gagnslaus fundur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.4.2008 | 11:42
Er heitt eða kalt í helvíti ?
Það sem fer hér á eftir er spurning sem sett var fram á miðvetrarprófum í efnafræði við University of Washington háskólann. Svar eins nemandans var svo stórkostlegt að prófessorinn ákvað að leyfa öðrum að njóta þess.
Aukaspurning: Gefur helvíti frá sér hita eða tekur helvíti til sín hita? Flestir nemendur settu niður staðhæfingar og reyndu að sanna niðurstöður sínar með tilvísun í lög Boyles sem segja að gas kólni undir minnkandi þrýstingi en hitni undir auknum þrýstingi.
En einn nemandi skrifaði eftirfarandi:
Í fyrsta lagi þurfum við vita hvernig massi helvítis breytist í tíma. Þess vegna þurfum við að vita tíðni þess að sálir fari inn í helvíti og tíðni þess að sálir fari úr helvíti. Ég tel þó að við getum gengið út frá því að ef sál fer einu sinni inn í helvíti þá kemur hún ekki út aftur og þar með sleppi engar sálir úr helvíti. Hinsvegar til að áætla hversu margar sálir fara inn í helvíti er rétt að skoða mismunandi trúarbrögð í heiminum í dag. Flest þessarar trúarbragða halda því fram að ef þú ert ekki hluti af þeirra trú, þá farir þú til helvítis. Þar sem það eru fleiri en ein trúarbrögð í heiminum og þar sem fólk tilheyrir ekki fleiri en einum trúarbrögðum í einu, má ganga útfrá að allar sálir fari til helvítis. Miðað við tíðni fæðinga og dauða eins og það er í dag má reikna með að sálum í helvíti fjölgi með ógnarhraða. Nú skulum við líta á breytinguna á stærð helvítis, því lög Boyles segja að til þess að hiti og þrýstingur í helvíti haldist sá sami, verður stærð helvítis að stækka í samræmi við fjölda sálna sem bætast við. Þetta gefur okkur tvo möguleika: 1. Ef helvíti er að stækka með minni hraða en tíðni sálna sem bætast við þá hlýtur hiti og þrýstingur að hækka þar allt fer til helvítis. 2. Ef helvíti er að stækka hraðar en aukning sálna sem inn í það fer, þá hlýtur hiti og þrýstingur í helvíti að minnka þar til helvíti frýs. Þannig, hvort er það? Ef við skoðum staðhæfingu sem Jane bekkjasystir mín setti fram við mig þegar ég var í fyrsta bekk: "Það verður frost í helvíti áður en ég sef hjá þér", og ef tekið er tillit til þess að hún svaf hjá mér í gærkvöldi þá hlýtur númer 2 að vera svarið. Þannig að ég held því fram að helvíti gefi frá sér hita og sé í reynd þegar frosið. Hin hliðin á þessari tilgátu er að þar sem helvíti er þegar frosið og taki ekki við fleiri sálum, þá er eini valkosturinn sá að allar sálir fari til himna og sanni tilvist eilífrar sæluvistar, og það útskýrir að í gærkvöldi sagði Jane hvað eftir annað við mig "Ó guð, Ó guð".
Þessi nemandi var sá eini sem fékk A.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.4.2008 | 18:12
Úthald ekki lykillinn að góðu kynlífi
Úthald ekki lykillinn að góðu kynlífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.4.2008 | 11:53
Fleiri lækka eldsneytisverð
Ég hélt að 1. apríl hefði verið í gær........
Fleiri lækka eldsneytisverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.3.2008 | 12:09
Reykjavík, ó Reykjavík þú yndisfagra borg
Fjölskyldan skrapp til Reykjavíkur og þegar heim kom átti Júlli ekki nógu sterk orð til að lýsa gestrisni og rausnarskap borgarbúa.
"Maður gengur um göturnar og það kemur borgarbúi og býður manni að borða á veitingastað.
Flottur matur og vín með, síðan er manni boðið á góðan skemmtistað eða jafnvel leikhús og svo er manni boðið að gista heima hjá borgarbúanum.
Um morguninn þegar maður vaknar er manni boðinn morgunmatur og spurður hvort mann langi ekki að sjá nýjan veitingastað um kvöldið".
Ótrúlegt sögðu vinirnir og kom þetta allt fyrir þig?
"Ekki mig, en Siggu systur"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2008 | 11:24
HA, af hverju ?
Af hverju ætli maður þurfi alltaf að gá hvort veggur sé nýmálaður, þegar maður sér viðvörun um það?
Skyldi "franskur koss" bara kallast "koss" í Frakklandi?
Hver ætli hafi verið sá fyrsti sem horfði á kú og sagði: "Ég held ég kreisti þetta dinglumdangl neðan á henni og drekki það sem út kemur"?
Af hverju límist ekki límtúpan saman?
Af hverju sér maður aldrei fyrirsögnina: "Skyggn manneskja vinnur í lottó"?
Af hverju er orðið "skammstöfun" svona langt orð?
Af hverju er hnefaleikahringurinn ferhyrndur?
Af hverju er appelsínusafi framleiddur úr gerviefnum og uppþvottalögur búinn til úr ekta sítrónum?
Af hverju er það kallað "rush-hour" einmitt þegar umferðin gengur sem hægast?
Af hverju er orðið orðabók í orðabókum?
Af hverju er ekki til kattamatur með músabragði?
Af hverju eru flugvélar ekki framleiddar úr sama efni og "svarti kassinn" sem er óbrjótandi og erfitt að eyðileggja?
Af hverju eru allar brauðristar með stillingu sem brenna brauðsneiðar í kolamola sem enginn vill borða?
Ef maður á jarðarskika, á maður hana þá alveg niður að kjarna Jarðarinnar?
Af hverju geta konur ekki sett á sig maskara án þess að hafa opinn munninn?
Af hverju klæjar mann alltaf í nefið þegar maður er búinn að óhreinka hendurnar?
Af hverju er mínútan miklu lengur að líða fyrir utan klósetthurðina en innan?
Ef ástin er blind, af hverju eru sexý undirföt þá svona vinsæl?
Hvers vegna vantar okkur alltaf eitthvað af draslinu sem við geymdum uppi á lofti í 3 ár, 3 dögum eftir að við hentum því loksins?
Ef það er satt að við séum hér til að hjálpa öðrum, hvað eru þá hinir að gera hér?
Ef ólívuolía er búin til úr ólívum, hvaðan kemur þá barnaolían ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)