Færsluflokkur: Bloggar
3.6.2008 | 16:47
Ákvörðun tekin í ár.
Hilmar Foss, talsmaður Íslensks hátækniiðnaðar, telur líklegt að ákvörðun um olíuhreinsunarstöð við Arnarfjörð verði tekin í ár. Hann segir að þar með yrði Ísland komið í hóp olíuframleiðsluríkja. Hilmar vill ekki gefa upp hvaða fyrirtæki standi að baki olíuhreinsunarstöðinni, það sé viðskiptaleyndarmál. Ljóst sé þó hvaðan olían komi, úr hafinu norður af Rússlandi. Losunarkvótar Kyoto bókunarinnar eigi ekki að setja strik í reikninginn enda fellur bókunin úr gildi árið 2012 áður en stöðin tæki til starfa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2008 | 17:44
Sá 19.
Pruthviraj Patil er einn af 19 manns í heiminum sem hefur þau sjaldgæfu einkenni sem kölluð hafa verið Varúlfs sjúkdómur.
Þessi ellefu ára strákur hefur þurft að sætta sig við þennan hárvöxt en vonar að læknar finni ráð sem lækni hann. Ekki er hægt að sjá af fjölskyldumyndum sem fylgja fréttinni að nokkur annar í fjölskyldu hans hafi þessi einkenni.
Það er hægt að skoða nokkrar myndir og nánari frásögn á slóðinni;
http://news.sky.com/skynews/picture_gallery/0,,91251-1316213,00.html
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.5.2008 | 10:43
Kúnstin við hamingjugerð.
Til að gera konu hamingjusama þarftu að vera ......
1. vinur
2. félagi
3. ástmaður
4. bróðir
5. faðir
6. húsbóndi
7. yfirmaður
8. rafvirki
9. trésmiður
10. pípari
11. handlaginn
12. skreytimeistari
13. stílisti
14. sérfræðingur í kynlífi
15. mannþekkjari
16. sálfræðingur
17. hagfræðingur
18. reiknimeistari
19. góður huggari
20. góður hlustandi
21. skipugeggjari
22. góður faðir
23. snyrtilegur
24. samúðarfullur
25. sportlegur
26. hlýr
27. skemmtilegur
28. aðlaðandi
29. snillingur
30. fyndinn
31. hugmyndaríkur
32. mjúkur
33. sterkur
34. skilningsgóður
35. þokkafullur
36. prúður
37. metnaðarfullur
38. hæfileikaríkur
39. þolgóður
40. skynsamur
41. trúr
42. ábyggilegur
43. ástríðufullur..og gleymir aldrei að:
44. gefa henni gjafir reglulega
45. fara með henni að versla
46. vera heiðarlegur
47. vera örlátur
48. að stressa hana ekki
49. horfa ekki á aðrar konur og um leið þá verðurðu líka að:
50. veita henni mikla athygli, og hugsa ekki mikið um sjálfan þig
51. gefa henni allan tíma sem hún þarf
52. gefa henni mikið frelsi, ekki hafa áhyggjur af því hvert hún fer
Það er mjög áríðandi:
að gleyma aldrei:
1. afmælis dögum
2. brúðkaupsdögum
3. plönum sem hún hefur ákveðið
Til að gera karlmann hamingjusaman þarf aðeins að .......
1. Gefa honum að borða
2. Sjá til að hann fái það reglulega
3. og þegja svo....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.5.2008 | 21:22
Nota tækifærin . . .
Sverrir var eitt sinn á gangi á Laugaveginum þegar hann sá Berg vin sinn koma akandi á splunkunýjum jeppa. Bergur stoppaði að sjálfsögðu hjá honum og veifaði glottandi til hans. Sverrir gekk upp að bílnum. "Hvar í ósköpunum fékkstu eiginlega þennan jeppa?" spurði hann hissa. "Hún Stína gaf mér hann" svaraði Bergur glaðbeittur. "Gaf hún þér nýjan jeppa?" át Sverrir upp eftir honum. "
Hvers vegna í ósköpunum?"
"Ég skal bara segja þér hvað gerðist,"sagði Bergur. "Við vorum í bíltúr um daginn, einhvers staðar uppi sveit . Allt í einu ók Stína út af veginum, setti jeppann í fjórhjóladrifið og keyrði eitthvað langt út í móa. Þegar hún var búinn að skröltast yfir hóla og hæðir stoppaði hún bílinn, fór út og klæddi sig úr öllum fötunum, lagðist á jörðina og sagði: "Beggi minn taktu það sem þú vilt!" "Svo ég tók jeppann." "Þú ert bráðsnjall," sagði Sverrir og kinkaði kolli. "Fötin hefðu hvort sem er aldrei passað á þig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.5.2008 | 20:24
Það getur verið sárt að vera fátækur.
Piparsveinn í partíi spyr par um það hvort að hann megi
kyssa brjóstin á kærustunni fyrir 10 þúsund kall.
Ok segja þau og ganga að þessu og fara inn í næsta herbergi
þar sem að stelpan fer úr blússunni og brjósta haldaranum.
Piparsveinninn leggur andlit sér lét upp að brjóstunum.
Nokkrar mínútur líða og ekkert gerist og kærastinn er farinn að ókyrrast og spyr:
"Ætlarðu að kyssa á henni brjóstin eða ekki."
"Til er ég en ég hef bara ekki efni á því."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.5.2008 | 12:22
Græðgi guðsmanns....
Sóknarpresturinn var að heimsækja eitt sóknarbarnið, háaldraða konu. Hann tekur eftir skál fullri af girnilegum hnetum á stofuborðinu.
"Mætti ég fá mér nokkrar?" spyr hann.
"Gjörðu svo vel" svarar gamla konan.
Eftir klukkustundarspjall stendur presturinn loks upp til að fara.
Hann tekur þá eftir því að hann hafði klárað allar hneturnar úr skálinni!
"Ég biðst forláts á því að hafa klárað allar hneturnar úr skálinni, ég ætlaði bara að fá mér nokkrar" segir presturinn hálfvandræðalegur.
"Æ, það er allt í lagi "svarar gamla konan. "það eina sem ég get gert eftir að ég missti allar tennurnar er að sjúga súkkulaðið utan af þeim."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2008 | 15:49
Í kirkjum skal hafa hljótt .....
Í tilefni dagsins kemur hér einn frekar hugljúfur,
einlægur en samt nokkuð glúrinn;
Kennari í Sunnudagaskóla spurði börnin rétt áður en hann kvaddi þau;
"Af hverju er nauðsynlegt að hafa hljótt í kirkjunni?
Jonni litli svaraði;
"Af því fólkið þar er sofandi".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2008 | 17:24
Sælla er
að gefa en þiggja, segir máltækið og það er bara góðra gjalda vert að rétta bágstöddum hjálparhönd en hversvegna er ekki vandinn hér heima leystur firrst ?
til að geta hjálpað öðrum verður maður að vera sjálfbjarga sjálfur .
Flóttamönnum frá Palestínu boðið til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.4.2008 | 11:44
Ískápurinn sprakk í tætlur
Væntanlega hefur skápurinn bilað og orðið að varmaskáp og þá hefur eitthvað sem í skápnum var farið að gerjast með þessum afleiðingum tld. bjór og allur matur í niðursuðudósum getur hæglega orðið að sprengjum ef of mikill hiti myndast á geymslustað
"en hver átti að vaska upp á Kvisthaga 15 í gærkvöld ?"
Ísskápurinn sprakk í tætlur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.4.2008 | 13:50
Gleðilegt sumar !
Já kæru bloggvinir Gleðilegt sumar og takk kærlega fyrir veturinn sem nú kveður og víkur fyrir hlýnandi tíð það hefur bæði verið gagnlegt og gaman að vera hérna og taka þátt í því með ykkur að halda þessu þjóðfélagi málefnalega á floti hvað sem öllum: með, and, til eða mótmælum líður þá veit ég að okkur tekst að leysa þetta og eiga ánægjulegt og gott sumar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)