Reykjavík, ó Reykjavík þú yndisfagra borg

Reykjavík
Custom Smiley

Fjölskyldan skrapp til Reykjavíkur og þegar heim kom átti Júlli ekki nógu sterk orð til að lýsa gestrisni og rausnarskap borgarbúa.

"Maður gengur um göturnar og það kemur borgarbúi og býður manni að borða á veitingastað.

Flottur matur og vín með, síðan er manni boðið á góðan skemmtistað eða jafnvel leikhús og svo er manni boðið að gista heima hjá borgarbúanum.

Um morguninn þegar maður vaknar er manni boðinn morgunmatur og spurður hvort mann langi ekki að sjá nýjan veitingastað um kvöldið".

Ótrúlegt sögðu vinirnir og kom þetta allt fyrir þig?

"Ekki mig, en Siggu systur"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband