Kreppa = barátta

a_vindmuhle.gif

Þegar öll þessi ósköp dundu yfir í haust og bankakerfið hrundi, þá var ég staddur í Rvk. á leið til Póllands í helgarferð með kórfélögum mínum og hugðist kaupa gjaldeyrir til fararinnar en þegar ég gekk inní bankann "nefni ekki hvaða" þá rekur mig í rogastans því það standa öryggisverðir við allar dyr og einnig hjá öllum gjaldkerum og ég hugsaði > bíddu nú við vaknaði ég ekki á hinu frjálsa og RÍKA Íslandi í morgun ? og í framhaldinu þá hvarflaði ekki að manni þvílík vitfirring ætti eftir að koma upp á yfirborðið að til að mynda að afborgun af bílaláni ætti eftir að hækka úr 32 þús.kr. á mánuði í 97 þús.kr. á mánuði en launin að lækka og jafnvel vinnan að hverfa, er þetta mér að kenna ? NEI en ég verð að borga og bara borga, bílinn get ég ekki selt og ekki er neina vinnu að hafa, hvað er þá til ráða ? stórt er spurt en fá svör, allavega frá þeim sem gerðu gjörninginn og komu okkur í þessa vonlausu aðstöðu, en eitthvað verður maður að gera ekki er hægt að gefast upp, ekki getur maður bara lagst niður og drepist, það kostar hellings pening að drepast, Þannig að ég ákvað að berjast eins og sá frægi riddari Don Kikotie gerði á sínum tíma en margir töldu að hans barátta væri vonlaus, ég vona að minn slagur sé ekki vonlaus en ég ætla að fara til vorra frænda í Noregi og vinna fyrir þeim skuldaukningum sem á mig hafa verið lagðar hér af vindmyllum fjármálanna þeas. kerfis köllunum sem vissu svo miklu betur en við þessi sauðsvörtu lálaunuðu eintök af Don Kikotie


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband