Dóttir Helgu Völu Helgadóttur handtekin.

 Tekið af Vísi.is

 17 ára gömul dóttir Helgu Völu Helgadóttur fjölmiðlakonu og laganema er ein þeirra sem handteknir voru við alþingishúsið fyrr í dag. Hún segir dótturina sakhæfa en þar sem hún sé ekki orðin lögráða verði hún að hafa foreldri eða barnaverndaraðila hjá sér.

„Ég er alveg brjáluð, ég veit ekki hvað er verið að gera við barnið mitt þarna niðri," sagði Helga Vala í samtali við fréttastofu fyrir stundu.

Dóttirin er stödd niðri í bílakjallara hússins þar sem lögreglan heldur þeim handteknu. Rúmlega tíu manns voru handteknir í upphafi mótmælanna. Til að byrja með lá fólkið úti í horni alþingisgarðsins í um tvo klukkutíma að sögn Helgu Völu áður en þau voru flutt inn í þinghúsið.

„Ég hringdi síðan í nokkra þingmenn sem ég þekki og krafðist þess að þau yrðu tekin inn," segir Helga Vala nokkuð áhyggjufull.

„Ég er margoft búin að biðja um að fá að fara þarna inn. Ég er hennar forsjáraðili og þeir mega ekki halda henni svona," segir Helga Vala.

Ég í minni fáfræði spyr, hvað er þessi mótmælandi yfir aðra hafinn að það skuli vera haft samband við þingmenn til að fá hana látna lausa, verður hún ekki að taka ábyrgð gerða sinna ? ég dreg stórlega í efa að hún hafi verið flutt nauðug í alþingisgarðinn og henni skipa að standa þar á öskrum og Helgu Völu vil ég spyrja, af hverju villt þú að þitt barn fái aðra meðferð en önnur börn, eru þín börn betri en önnur, hvað ef þau eru svona myklu betri en önnur og eiga skilið sérmeðferð

AF HVERJU ÞARF ÞÁ LÖGREGLAN AÐ HAFA AFSKIPTI AF ÞESSU BARNI ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Góður.

Marta Gunnarsdóttir, 20.1.2009 kl. 20:47

2 Smámynd: Halldór Þórðarson/dóritaxi

Takk Marta::

H.Pétur Jónss.

láttu renna af þér og lestu rétt á milli linanna,

legðu þig..

Halldór Þórðarson/dóritaxi, 20.1.2009 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband