Sölumenn.....

Shaking Hands

Þegar Pétur Jóhann var ráðin í byggingardeild BYKO var það regla hjá þeim í byggingardeildinni að gera at í nýjum starfsmönnum, senda þá einhverja vitleysu eða panta út í hött.

Svo var það seinni part fyrstu vikunnar sem Pétur var í starfinu að það er hringt og hann svarar. Það er byggingardeildin í Hafnarfirði sem er á línunni.
Heyrðu vinur við erum í vandræðum, það er stór kúnni hjá okkur sem var að panta 200 kvistagöt og þau eru uppseld hjá okkur, viltu drífa þig niður á lagerinn og finna fyrir mig 200 stykki af kvistagötum og senda það í snatri til okkar.

Pétur sem er náttúrulega alveg þrælskýr og fljótur að hugsa og svara fyrir sig ,sagði að bragði, því miður þau eru uppseld hjá okkur líka .
Ha! Hvernig stendur á því??? Áttu virkilega engin kvistagöt til strákur!!!
Nei því miður ég er nýbúin að selja öll sem við áttum til.
Hvað ertu að segja! og hver keypti þau ??

 

Nú það kom hingað smiður sem vantaði þau í rassgöt á rugguhestum...Horse Racing

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Þórðarson/dóritaxi

  ekki vil ég nú að þú springir hvorki úr hlátri né öðru, við eigum eftir kaffisamsætið, vöfflurnar og ég að setja upp blöndunartækið 

Halldór Þórðarson/dóritaxi, 12.3.2008 kl. 20:48

2 Smámynd: Halldór Þórðarson/dóritaxi

Es: nota Google

Halldór Þórðarson/dóritaxi, 12.3.2008 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband