10.3.2008 | 22:12
bænir og ......
Þrír menn voru á gangi þegar þeir komu allt í einu djúpri, straumharðri og vatnsmikilli á.
Þeir urðu að komast yfir á hinn bakkann en vissu ekki hvernig þeir ættu að fara að því.
Sá fyrsti bað til Guðs "Kæri Guð veittu mér styrk til að komast yfir ána!"
Og búmm! Guð haf honum sterka vöðva svo hann gat synt yfir ána. Þetta þrekvirki tók hann tvo klukkutíma og hann var nokkrum sinnum nær dauða en lífi.
Þá sagði sá næsti "Kæri Guð, gefðu mér styrk og verkfæri til að ég geti komist yfir ána" Og búmm! Guð gaf honum árabát og hann var um klukkustund að róa yfir á hinn bakkann.
Oft var báturinn mjög nærri því að velta.
Sá þriðji hafði fylgst með svaðilför hinna og lagðist á bæn. "Kæri Guð, gefðu mer styrk, verkfæri og gáfur svo ég geti komist yfir ána" Og búmm! Guð gerði manninn að konu.
Hún skoðaði kortið, gekk upp með ánni nokkur hundruð metra og fór svo yfir brúna
Athugasemdir
Ég er karl svo hvernig ætti ég þá svo sem að geta skilið þetta..hehe..góður! Konur hafa alltaf verið vitrari en menn..sorglegt en satt..með einstaka undantekningum á báða bóga..
Óskar Arnórsson, 10.3.2008 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.