Óheppni ?

 Hypnotic

Maður einn mætti í vinnuna í morgun með glóðarauga á báðum.

Vinnufélagi hans spurði hann hvað hefði eiginlega komið fyrir.

"Nú ég var að fara upp rúllustigann í Kringlunni í gær. Á undan mér var kona og ég sá að pilsið hafði skorist inn í skoruna. Mér fannst þetta hlyti að vera neyðarlegt fyrir hana svo ég í góðmennsku minni kippti pilsinu út.
Hún snarsnéri sér við og gaf mér þetta rokna högg á vangann með handtöskunni!"

 - Bíddu við, sagði félaginn, ekki hefurðu fengið glóðarauga á bæði augun við þetta eina högg?

Júú...sjáðu til ég sá strax að ég hafði hlaupið á mig og gert einhverja fjandans vitleysu eina ferðina enn.

Til að reyna að bæta fyrir það, þá tróð ég pilsinu aftur inn í skoruna og augnabliki síðar hafði ég fengið annað kjaftshögg! Electric


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góður!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.3.2008 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband