Færsluflokkur: Bloggar
15.10.2008 | 22:43
Knús!
KNÚSVIKAN MIKLA
13. - 20. október 2008
Hefur þú knúsað í dag ?
Knúsum okkur í gegnum ástandið.
Þegar staðan á íslandinu okkar er eins og hún er er afar mikilvægt að við stöndum öll saman, sýnum nærgætni, og látum ekki svartsýni og pirring ná tökum á okkur. Það þurfa allir að hugsa vel um sig, gæta þess að fá nægan svefn og velta sér ekki of mikið uppúr fréttum hvers dags (Gott að skammta sér ákveðið magn á dag) En það er ekki síður mikilvægara að við hugum að öðrum og séum vakandi yfir vinum, kunningjum, ættingjum okkar og samferðafólki, við þurfum að gefa okkur tíma til að hlusta og vera til staðar. Að mínu mati er eitt það mikilvægasta sem við getum gert er að knúsast, gott faðmlag er það sem að allir þurfa á að halda og sanniði til að þeir sem fá nóg af knúsi eru ríkir og eru tilbúnari fyrir lífið og verkefni dagsins.
Það að koma á þessari Knúsviku þar sem að hvatt er til einstaklings og hópknúss á hverjum degi í eina viku er framlag kærleiksvefsins vegna stöðunnar í landinu okkar. Látum knús ganga og hefjum nýja byrjun í okkar frábæra landi áfram Ísland og í lok vikunnar er það knúsaðasta land í heimi.
Bros og knús í hvert hús
Sendu þessa síðu á eins marga og þú getur og hjálpaðu til við að gera knúsvikuna að veruleika og að allir á íslandi fái mikið af knúsi þessa daga, það þurfa allir á því að halda núna - knús skiptir máli - knúsumst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2008 | 02:14
eitt þúsund lítrum af bruggi hellt niður . . . .
1 þúsund lítrum af bruggi hellt niður og tveir handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2008 | 19:20
Konur hylji allt nema annað augað . . . . .
Hvernig velja menn í þessum heimshluta sér konu/ur ef þær verða að fela allt sitt skinn, hvernig veit maður hvort konan er yfir höfuð kona ? krafa eins og þessi múslímaklerkur setur fram er bara bullandi rasismi það væri nær að þessir klerkar mundu vefja þessum handklæðum sem þeir bera á hausnum um sitt rytjulega
skegg því það er yfirleitt eins og ilgresis snarrótartoppur.
Konur hylji allt nema annað augað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.10.2008 | 19:23
Olíuverð lækkar á heimsmarkaði
Olíuverð lækkar á heimsmarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 3.10.2008 kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2008 | 17:29
Netsamband á nærmiðum
Netsamband á nærmiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2008 | 21:52
KLUKK
Ég var klukkaður af: Heimi L.Feldsted
http://hlf.blog.is/blog/hlf/
Ég leitaði í smiðju þess gamla og komst að því hvernig á að bera sig að við þennan gjörning og hérna kemur árangurinn:
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Sprengjumaður hjá RARIK
Sjómaður
Rútubílstjóri
Stillansabyggjari í Svíþjóð
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
Brúðguminn
Papilion
Byssurnar frá Navarone
Stella í orlofi
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Barðaströnd
Hafnarfjörður
Osló
Patreksfjörður
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Formúla 1
Fréttir og veður
Simsson
Fréttir kl. 10
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum :
Akureyri
Stokkhólmur
Kaupmannahöfn
Vestmannaeyjar
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg :
123.is/doritaxi/
Mbl.is
Patreksfjordur.is
visir.is
Fernt sem ég held uppá matarkyns:
Fiskur
Kjöt
Ostur sem fær að njóta aldursins
Gott vín
Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna :
Hér
Þar
Hjá þeim sem ég elska
Hjá þeim sem elska mig.
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
Hávamál
Völuspá
Markaskrána
Símaskrána
Heimir eftirlét mér að KLUKKA fjórar bloggvini sem ég verð og ætla að gera !
Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka :
Marta Gunnarsdóttir
http://skandalan.blog.is/blog/skandalan/
Ásagreta Einarsdóttir
http://asagreta.blog.is/blog/asagreta/
Jón Svavarsson
http://nonniblogg.blog.is/blog/nonniblogg/
Örvar Marteinsson
http://hugsun.blog.is/blog/hugsun/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.8.2008 | 23:47
Einn léttur fyrir svefninn...
Skotinn var að enda bréf til vinar síns: Ég ætlaði að senda þér 10 pundin sem ég skulda þér en ég fattaði það ekki fyrr en ég var búin að loka umslaginu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2008 | 00:48
Góð stemning á Kántrýdögum
Góð stemning á Kántrýdögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2008 | 10:15
þá vex þetta villt. Skrítið.
Það var einu sinni vaxtaræktarmaður sem tók allt í einu eftir því að hann var svo hvítur á tippinu miðað við búkinn þannig að hann rauk niður á strönd mokaði yfir sig sandi nema hvað hann lét Lillann standa upp úr.
Koma þá þarna að tvær áttræðar konur sem eru á heilsubótargöngu á ströndinni,og kemur önnur auga á þetta þarna upp úr sandinum , pikkar í hina og segir:
Þegar ég var 12 þá var ég hrædd við þetta, tvítug þá langaði mig að prófa, þrítug þá naut ég þess fertug þá bað ég um það, fimmtug borgaði ég fyrir það, sextug þá dreymdi mig um það sjötug þá lifði ég í minningunni og nú þegar ég er orðin áttræð þá vex þetta villt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.7.2008 | 15:38
kynfræðsla.
fór til heimilislæknisins með Guðrúnu að leita ráða hjá honum.
Læknirinn lét Jón fá vasaljós og sagði honum að lýsa sér,því það yrði að vera myrkur, síðan hóf læknirinn Guðrúnu upp á borðið .
Jón sem hélt á vasaljósinu fékk alveg frábært show og allt sem hann þyrfti að vita til að geta
staðið undir væntingum.
Þegar allt var yfirstaðið sagði læknirinn Jóni að koma aftur eftir 3 mánuði..
3 mánuðum seinna kom Jón aftur til læknisins og þá spurði læknirinn:"Er ekki allt í góðu lagi
núna Jón minn?"
"Jú,nú gengur allt í þessu fínasta,vinnumaðurinn hjá mér sér um þetta, ég lýsi á meðan með vasaljósinu"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)