2.7.2008 | 14:35
Gengu berserksgang í Laugardal
Gengu berserksgang í Laugardal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.7.2008 | 19:54
Samkeppnin á undanhaldi hjá bönkonum.
Samkeppnin á undanhaldi og staða okkar neitenda/viðskiptavina þessara stofnanna er sett enn einni skörinni neðar enda vita stjórnendur "bankanna" að við borgum brúsann sem þeir svo njóta að drekka úr
Kaupþing og SPRON sameinast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2008 | 22:56
Skógivaxin olíuhreinsistöð í vinabæ Patreksfjarðar
Bærinn Naantali er við bæjardyrnar á Turku í Finnlandi, sem við hjónin áttum því láni að fagna að heimsækja um miðjan júní sl. Frá Turku til Naantali er álíka vegalengd og frá Patreksfirði til Bíldudals, nema ekki yfir tvo fjallvegi að fara. Turku og Naantali eru á suðvesturströnd Finnlands innanvert við gríðarlegan eyjaklasa, sem telur yfir 20.000 eyjar og sker, sem er all nokkuð samanborið við 2.000 eyjar og sker á Breiðafirði, sem við Íslendingar virðumst halda að sé einhvers konar heimsmet, sem er auðvitað víðs fjarri.
Staddur í Turku fór ég á netið til að sjá hvað væri að gerast heima, og sá þá að Naantali er vinabær Vesturbyggðar í Finnlandi og að fulltrúar Vesturbyggðar eru á leið í vinabæjarheimsókn til Naantali í ágúst nk. Við fórum í kvöldverðarsiglingu frá Turku til Naantali þar sem sigld var hefðbundin siglingaleið frá höfninni í Turku, vestur með suðurströnd eyjunnar Ruissalo, sveigt norður fyrir vesturenda hennar og norður Naantali sund til Naantali. Siglingaleiðin er fádæma falleg; skógi vaxnar eyjar á bæði borð og víða með ströndinni eru bæði íbúðarhús og frístundahús innan um trén og gjarnan litlar bryggjur með aðstöðu fyrir báta íbúanna.
Við hjónin sátum til borðs með Finnum sem búsettir eru í Naantali og fræddu okkur um það sem fyrir augu bar. Eyjan Ruissalo er helsta útivistarparadís Turkubúa, þar eru ótal merktar göngu- og hjólaleiðir um fallega náttúru með upplýsingaskiltum um fjölbreytilega flóru og fánu eyjunnar, þar er einnig grasagarður, SPA-hótel, skemmtibátahöfn, golfvöllur, baðstrendur og bújarðir.
Við Naantali sund er ýmiss konar atvinnustarfsemi sem fellur einkar vel að landinu og athyglisvert hversu mikill trjágróður er á lóðum fyrirtækjanna og hve snyrtimennska til lands og sjávar er hvarvetna áberandi og eftirtektarverð. Þar er fyrst að telja skipasmíðastöð Aker Yards í Turku, sem hefur byggt nokkur stærstu skemmtiferðaskip heims s.s. Freedom of the Seas. Rétt innan bæjarmarka Naantali kom olíuhreinsistöð í ljós á sjávarbakkanum og umlukin trjágróðri. Þarna er um að ræða aðra tveggja olíuhreinsistöðva sem starfræktar eru í Finnlandi og eru báðar í eigu Neste Oil. Hin stöðin er austan við Helsinki í bænum Porvoo, sem er vinabær Dalvíkur.
Önnur áberandi fyrirtæki á hafnarsvæði Naantali eru kolaraforkuver Fortum, smurolíuverksmiðja Exxon Mobil, skipaviðgerðastöð Turku Repair Yard, Finn Link sem rekur vöru- og farþegaferjur, Finnfeeds Finland sem er hluti af alþjóðamatvælakeðju Danisco, Stevena sem rekur hafntengda vöruhúsastarfsemi og Suomen Viljava sem höndlar með kornvörur, fóðurblöndur o.fl.
Loks er sjálfur bærinn Naantali sem er fjórði elsti bær í Finnlandi, stofnaður 1443, nú með 14.000 íbúa og er mjög fjölsóttur ferðamannabær m.a vegna gamla bæjarhlutans og hinnar 565 ára gömlu stein-klausturkirkju sem þykir hafa einstakan hljómburð. Í ferðabæklingum kynna Finnar bæinn svona: "As a tourist town it has the best image in Finland." - það er ekkert minna en það, besta ímynd allra ferðamannabæja í Finnlandi, og þarna eru bæði olíuhreinsistöð, kolaraforkuver og skipasmíðastöð!!
Það sem er þó enn ónefnt og Finnum þykir mikið til koma er að í Naantali er
ævintýraeyjan Väski sem er heimkynni Moomin-álfanna, og það sem ekki er minna um vert er sumardvalarstaður forseta Finnlands handan Naantali sunds á eyjunni Luonnonmaa og heitir Kultaranta-kastali og var byggður 1916.
Það er fengur í því fyrir Vesturbyggð að eiga svona glæsilegan vinabæ, sem þar að auki er að fást við sömu viðfangsefnin - að byggja upp fjölskylduvænt samfélag í stórbrotnu landslagi þar sem tækifærin felast í siglingum, sögunni og nýtingu gæða lands og sjávar. Þarna ganga hönd í hönd íbúarnir, sveitarfélagið, ferðamannaiðnaður, olíuiðnaður, skipasmíðaiðnaður, flutningastarfsemi o.fl. sem hafa einsett sér að stuðla að og efla velferð íbúanna með uppbyggingu fjölbreytts atvinnulífs og um leið samfélagsins. Allir eru greinilega vel meðvitaðir um mikilvægi þess að gera ýtrustu kröfur til sjálfra sín í umgengni við náttúruna og í umhverfismálum yfirleitt.
Þarna er að finna góða fyrirmynd sem Vestfirðingar geta nýtt til eftirbreytni.
Þórólfur Halldórsson
Patreksfirði
tekið af fréttavefnum: patreksfjörður.is
Bloggar | Breytt 28.6.2008 kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2008 | 13:15
Góðverk !
Bjargaði álftarungum úr taumaflækju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.6.2008 | 10:49
Landaði humri framhjá vigt.......
Stórglæpamenn ? Alveg stórmerkilegt hvert afætunum er beint, það eru fleiri stöðugildi við það að eltast við smá sjálfsbjargarviðleitnitilraunir hjá sjómönnum sem halda þessu þjóðfélagi á floti heldur en eru við fíkniefnaleit eins og þurfi ekki að gera neitt þar en þá er sagt að það vanti fjármagn, ég legg til að Fiskistofa verði lögð niður og þeir fjármunir sem notaðir hafa verið við rekstur hennar verði notaður til að efla fíkniefnaleit.
UNDARLEGT ÞJÓÐFÉLAG
Landaði humri framhjá vigt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.6.2008 | 20:17
Nei ekki menn ...............
Eru það virkilega menn/fólk sem gera svona ? Jú líklega sú tegund úr dýraríkinu-en MENN? Nei! Ekki Menn ! sagt er að frændur séu frændum vestir en þetta er verra.
Dýraníðings leitað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.6.2008 | 17:40
hestur, mús, tittlingur, úlvaldar og mýflugur.
Ef ég væri á ferðalagi um Pólland og dytti eitthvað þessu líkt þá yrði mér snarlega stungið í steininn og sagt að hafa hægt um mig fram yfir helgi,,,, ella yrði ég fluttur úr landi í járnum eða laminn, en okkar á milli" hvaða ísbirni dytti í hug að fara uppá Hveravelli ???? hvað er þar sem hann gæti hugsanlega verið að sælast eftir ? hellst þá stelpurnar sem þrífa skálana ekkert annað áhugavert fyrir Bjössa þar, þetta ísbjarnarfár á eftir að verða eins og í sögunni um strákinn sem kallaði aftur og aftur "eldur eldur" þar til enginn trúði honum lengur, við vitum hvað skeði ............
Hálendisbjörn trúlega hross | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2008 | 21:19
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Hvernig getur ÞESSI KONA sem er kjörin á þyng af alþjóð komið fram núna og lofað framtak manna til verndar Ísbjarnarstofninum eftir að hafa leyft að drepa eitt dýr fyrir nokkrum dögum . ?
Er ekki kominn tími að ath. hvað okkar ráðherrar eru að gera ?
Erfið aðgerð framundan að Hrauni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.6.2008 | 17:57
fór til spákonu ...
"Hvað ertu að hugsa," öskraði konan foxill, "klukkan að verða miðnætti og þú kemur fyrst núna heim og kófdrukkinn þar að auki?"
"Ég fór til spákonu," sagði maðurinn í varnarstöðu, "og hún sagði mér að þú elskaðir mig ekki lengur og tók 3000 þúsund krónur fyrir að segja mér þetta."
"Þú ert nú meira fíflið, ég hefði getað sagt þér þetta sjálf og ekki tekið krónu fyrir."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.6.2008 | 17:20
Er 1. apríl kominn aftur ?
Þetta er nú bara enn ein fjöðrin í hatt umhverfisráðherra hver gefur "henni" heimild til að fella dýr sem er á lista yfir dýr í útrýmingar hættu það var alger óþarfi að fella dýrið en bráðræðið varð vitinu yfirsterkara og því fór sem fór, en við getum hrósað okkur fyrir það að hafa unnið að útrýmingu á Ísbjörnum og það með leifi "ráðherra"
Að tala um að sökum öryggis hinn almenna borgara hafi þetta verið nauðsynleg aðgerð, nei alls ekki, það voru margar aðferðir til að halda dýrinu á afmörkuðu svæði þar til nauðsynlegur búnaður var kominn á staðinn til að vinna verkið eins og siðmentuð þjóð tekur á málum þeirra dýra sem eru á lista yfir dýr í útrýmingar hættu en hoppar ekki til aðgerða eins og þessarar, eru þetta alltsaman taugaveiklaðar kellingar ?
og til við bótar að þá er nóg til af deyfi lyfjum í landinu allavega er ekki annað að sjá þegar labbaður er Laugavegurinn og Austurstrætið á sólríkum dögum, 101 liðið syndandi um á bleikum skýjum
það vantaði ekkert nema að kalla til stráktittinn með gasbrúsann til að aðstoða þessa líka vösku sveit skotmanna sem fengu tækifæri til að sanna og sína getu og hæfni sína í skotfimi.
Ráðherra: hafðu skömm fyrir þitt innlegg.
Einmana og villtur hvítabjörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 8.6.2008 kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)