26.5.2009 | 19:05
Að velta bíl á sléttu yfirborði...
Að velta bíl á sléttu yfirborði vegar er hrein og tær snilld og sem betur fer ekki á allra færi, nei það er ömurlegt að lesa svona fréttir, hvað eru menn að gera út á göturnar þegar þeir eiga vera að læra, já læra að haga sér eins og hugsandi og ábyrgir einstaklingar sem nota ekki göturnar sem leikvang fíflaskapar síns.
Þrír bílar dregnir á brott | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það stendur að bíllinn hafi oltið eftir að annar rakst utan í hann, það er ekki alveg sambærilegt því að velta á sléttum vegi...
Gudny (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 19:16
Mig langar líka að benda á að í fréttinni er hvergi talað um að þarna hafi verið á ferðinni gáleysi, of hraður akstur eða neitt slíkt. Mér finnst því ekki alveg við hæfi að manneskja sem ekkert þekki til málsins skuli koma með dramatískar yfirlýsingar um að þarna hafi fólk gert göturnar að leikvangi fíflaskapar síns. Stundum er ágætt að taka skref aftur á bak og slaka aðeins á sleggjudómunum...
Lena (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.