auga fyrir auga.

Stendur ekki einhverstaðar að það sem þú villt ekki að aðrir menn gjöri yður það skulið þér ekki þeim gjöra, en er ekki búið að fjalla nóg um þennan "mann" ef hægt er að kalla hann því nafni, auðvitað má  hans afrekasaga ekki falla í gleymsku enda skráð á spjöld sögunnar og vonandi færð þaðan í sögusöfn ásamt mörgum fleirum afrekssögum sögunnar, en ég spyr,  hafa fjölmiðlar ekkert betra við tímann að gera en velta sér uppúr svona lágkúru ?
mbl.is Segir líki Saddams hafa verið misþyrmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Saddam á sinn sess í sögunni með glæpamönnum á borð við Hitler, Stalín Bush feðgum og mörgum öðrum, glæpir þessara þrjóta mega alldrei gleymast.

Georg P Sveinbjörnsson, 2.11.2008 kl. 14:11

2 identicon

Flott að taka upp auga fyrir auga rökin (úr trúarbrögðum fyrirgefningar), þú veist væntanlega að samkvæmt kristni þá er nýja testamentið hinn nýji sáttmáli guðs við menn og fellir úr gildi þann gamla.... 

Annars horfum við á aðra sem refsa fólki með pyntingum og dauða sem villidýr og glæpamenn en finnst það bara flott þegar okkur hentar. Saddam var ekkert sérstaklega góður maður, en ekkert verri en mjög margir þjóðarleiðtogar um allan heim sem við gerum ekkert í. Eina ástæðan fyrir að hann var málaður sem sérstaklega slæmt skrímsli var afþví að það var hætta á að bílarnir okkar yrðu dýrari í rekstri vegna hans. Göfug sjónarmið það.

Við styðjum stjórnvöld sem stunda pyntingar, morð og lðáta fólk hverfa án dóms og laga og segja að Genfarsáttmálinn eigi ekki við sig (USA) en fordæmum önnur sem gera hið sama.

Þar fyrir utan er refsing hans að líf hans var tekið frá honum, hver sá sem pyntar þar að auki það dýr eða mannveru sem skal aflífa er í flestum bókum kallaður skrímsli. Hver sá sem styður það er meðsekur og ekkert skárri. 

ari (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 16:31

3 identicon

Saddam var enginn dýrlingur en hann var ekki þetta illmenni sem er búið að mála hann. Hann og hans flokkur tekur við landi sem hefur verið í stríði innbyrðis í tugi ára. Bretar ströggluðu svo mikið í þessu landi um miðja 20. öldina að þeir hreinlega flúðu svæðið.

 Saddam kom ótrúlegum málefnum í þessu landi. Kvenfrelsi var mjög mikið þar sem mikill hluti af þeim var læs og gekkst í skóla. Það var svipað mikið kvenfrelsi og í evrópulöndum í Írak. Stríð milli trúarhópa voru mun minni og hryðjuverkahópar voru engir í Írak.

 Það er ósannað að hann hafi fyrirskipað þessi voðaverk gagnvart Kúrdum og hann hefur í raun enga ástæðu til að gera svo. Hann sagði alltaf að Íranar hefðu málað vélar sínar upp í litum Írak og gert þessi voðaverk. Ef við skoðum það að þá er það mjög hagstætt allavega fyrir írana að gera slíkt því þeir fengu Bandaríkjamenn á móti Saddam og með sér í lið í miðju stríði.

 Í dag er landið í rústi, lýðræði hentar þessu landi enganveginn og þjóðarstollt íraka er svo mikið að þeir vilja ekki sjá erlenda heri stjórna landi sínu. Einnig er orðið mikið um hryðjuverkahópa í landinu. CIA sagði opinberlega að það alqaida hefðu aldrei verið í Írak undir stjórn Saddams.

 Hann er dæmdur fyrir glæp sem er mjög svipaður og fimmtíu og eitthvað ríki eru að styðja. Hann var dæmdur til dauða strax og ekki var hann sakhæfur gagnvart neinu öðru. Því er auðveldlega hægt að segja að hann sé saklaus öllu nema morðinu á þessum 42 manneskjum sem neituðu handtöku.

 Lestu söguna betur vinur áður en þú rakkar niður Saddam Hussein!

Heiðar S. Heiðarsson (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 19:55

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Kannski rétt að taka það fram að þegar ég er að nefna Bush fegða í sömu andrá og Hitler, Stalín og Saddam sem glæpamenn er ég fyrst og fremst að vísa til þess að allt eru þetta strengjabrúður valdaelítu heimsins, menn með miklmennskubrjálæði og þessvegna kjörnar strengjabrúður uppdubbaðar af CIA og öðrum varðhundum hennar, kostaðir bókstaflega og studdir "false flag" aðgerðum og allskonar baktjalda og hagsmunapoti, byltinga jafnvel, sérgrein CIA og fleiri leyniþjónusta víða um heim er einmitt falsaðgerðir, tel meira að segja að 9/11 glæpurinn sé slík aðgerð, sú magnaðasta hingað til. Hver sá sem gefur sér smá tíma til að skoða á bakvið tjöldin sér þessa rotnun og ýmsar sannanir fyrir ótrúlegustu hlutum sem tengjast hergagnaiðnaðinum og stærstu alðjóðlegu banka og iðnaðarrisunum.

Stríðsgróðavélinn þarf að malla og má helst alldrei stöðvast alveg, því þar fær lítil Elíta voldugustu og auðugustu fjölskyldna heims næringu sína, gullið sem hún fær alldrei nóg af, sama hversu margir þurfa að þjást og láta lífið í þessu hringleikahúsi fáránleikans, bæði rústun samfélags eða samfélaga og uppbyggingin er ótrúleg gullkvörn.  Bilaðir siðblindingjar með mikilmennskudrauma og til í hvað sem er ef þeir dá að verða kóngur, forseti eða einræðisherra bíða ávallt í línum virðast af sögunni. Elítan þarf varla að hugsa upp nýjar brellur í gegnum aldirnar, gömul trix og þekking á mannlegu eðli duga vel öld eftir öld, tækninni og tækjunum til að halda "gullvélinni" gangandi og stýra múgnum í þær áttir sem þarf batnar hins vegar með hverju árinu.

Nú er fjölgun mannkyns aðaláhyggjuefni heimselítunnar og hefur verið nokkuð lengi raunar, þar kemur heimskreppa og styrjaldarátök í framhaldi af stærri gerðinni sér afar vel fyrir "innmúraða" og skósveina þeirra. Ljóst er að milljónir manna munu svelta í hel í vanþróðum löndum og skortur verða á Vesturlöndum, en mestu púðri verður veitt í hergagnaþróun og framleiðslu sem fyrr þrátt fyrir það. Nú heyrast meira að segja undirróðursraddir að til að bjarga efnahag Bandaríkjanna þyrfti helst að lýsa yfir stríði við einhverja þjóð og hana helst af stærri gerðinni, RAND Corporation hefur verið orðað við það að hafa verið að ýja að þessu en sumir vilja meina að Kínverjar séu viljandi að koma þessum orðrómi af stað. Tíminn líður hratt á gervihnattaöld og svo sannarlega blikur á lofti, ég hef allajafna litla trú á tilviljunum, sérstaklega þegar mestu völd og auður eru annarsvegar ásamt misgæfulegum pólitíkusum. Svo mikið er þó hægt að læra af sögunni, sporin gefa ekki tilefni til bjartsýni eða til trausts á að liðið á toppi pýramítans sé að pæla í einhverju öðru en að tryggja sig og sitt ennfrekar.

Georg P Sveinbjörnsson, 3.11.2008 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband