9.4.2008 | 12:52
Gott ráð fyrir golf áhugamenn.
Jónas var í golfi með 3 vinum sínum og þeir voru að ræða það hversu erfitt var að fá konur þeirra til að samþykkja það að þeir færu í golf alla morgna og flesta eftirmiðdaga líka.
Guðmundur stundi þungan og sagði:
-Ég varð að kaupa BMW handa konu minni til að fá að leika golf er ég vildi.
Aðalsteini þótti þetta ekki mikið og sagði:
-Það var vel sloppið hjá þér, ég varð að kaupa BMW og minkapels.
Reyni var mikið niðri fyrir:
-Þetta var vel sloppið hjá ykkur báðum, ég varð að kaupa BMW, pels og demantshálsfesti.
Jónas glotti við tönn og sagði:
-Ha! Ég þurfti ekki að kaupa neitt handa minni. Á hverjum morgni halla ég mér að minni, hnippi í hana og segi:
Samfarir eða golf, og hún segir strax:
-Mundu eftir að hafa peysuna þína með þér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.