4.4.2008 | 20:12
Gagnslaus fundur !
Get ekki annað en blandað mér í þá umræðu sem hefur skapast um þetta mál, margir eru gáfumennirnir og hver með sína skoðun og sitt álit að sjálfsögðu, ég tel mig nú hvorki gáfumann né vitring en samt tel ég að ég viti aðeins um svona mál "á nokkrar miljón km. að baki sem bílstjóri bæði hér álandi og erlendis er bara að tala um ekna km. sem atvinnubílstjóri"
1. Olíuverð er afar hátt: en af hverju er það svona hátt ? jú óhagstætt gengi og hátt innkaupsverð vegur aðeins en stærstan hluta verðsins má síðan rekja beint til ríkisvaldsins, óheyrileg skattaálagning á eldsneyti.
2. Skattlagning eða frekar skattpíning á þessum rekstri er fyrir neðan allar hellur, atvinnubílstjóri þarf að endurnýja sitt ökuskyrteini helmingi oftar en hinn almenni bílstjóri og í dag kostar það um 70 - 75 þúsund kr. en hjá hinum almenna bílstjóra bara læknisvottorð og mynd kannski 5000 þúsund kall, ríkið krefst þungaskatts á hver ekinn km. umfram þann þungskatthluta sem er inní olíuverðinu og það er jafnvel farið svo langt í skattpíningunni að krefja útgerðar menn vörubíla sem aka nánast aldrei eða ekkert á þjóðvegi um þungaskatt, bílar sem aka í námum og á lokuðum vinnusvæðum.
3. Hvíldartími atvinnu bílstjóra: þessi liður fer fyrir brjóstið á ansi mörgum og mér líka en helst vegna þess hvað þessar reglur eru "bjánalegar" hér á þessari litlu eyju, þær eru Í UPPHAFI búnar til til að koma í veg fyrir að flutningabílstjórar úti í hinum stóra heimi aki svo þúsundum km. / dögum skipti án þess að taka sér einhverjar hvíldir tld. að aka frá Ítalíu upp til N.Noregs eða þaðan af lengri leiðir, svona ferðalög taka marga daga jafnvel vikur ,en að aka frá tld. Raufarhöfn til Reykjavíkur jafnvel til Keflavíkur sem er okkar lengsti leggur nema ef farinn er allur hringurinn tekur mun styttri tíma eða "ca. einn dag" þar er stór munur á, auðvitað stoppa menn til að sinna grunnþörfum sínum en oftast fá menn sinn hvíldartíma á nóttinni sofandi í sínu rúmi, að ætlast til að menn verði að hvílast í þrjú korter eftir 4,5 tíma er bara bull og það besta við þennan reglugerðar eltingaleik er að bílstjóri verður að komast á einhvern stað annan en bílinn því það er ekki viðurkenndur hvíldarstaður þó svo að þar sé rúm og oft á tíðum allt til alls nema ef til vill ekki WC. hvar eiga menn að hvíla sig eftir þessa 270 mínútna vinnu törn ? kannski á milli þúfna við vegkantinn því ekki er nein aðstaða meðfram þjóðvegum okkar eins og er nær allstaðar erlendis nema þá hellst í gamla sovét, nei mér finnst nú að ráðamenn ættu aðeins að skoða þessi mál betur og þá auðvitað í samráði við þá sem málið aðalega snýst um þeas.atvinnubílstjóra,,, og svona rétt að lokum þá held ég að slys í umferðinni hér á landi sem rekja megi beint til þess að sofandi flutninga/rútu bílstjóri kom við sögu séu það fá að allt þetta brölt borgi sig ekki en að sjálfsögðu verður að halda vöku þeirra sem málið varðar, ég ætla ekki að eiða orðum á það hvar mestu hætturnar eru í umferðinni en ég legg minn drengskap að veði þess efni að hann er ekki um borð í trukkum
eða rútum þeim sem um vegi landsins aka.
Gagnslaus fundur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður og fróðlegur pistill Dóri.
Mínar bestu þakkir.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.4.2008 kl. 20:53
Gott að fá þessi atriði fram og útskýringar á þeim. Það er grunn forsenda að hægt sé að ræða þetta.
Varðandi 1. Að þá er það alveg rétt að eldsneytisverð er hátt, við finnum öll fyrir því. Ég get hins vegar ekki tekið undir að það sé ríkinu að kenna.
- Bensíngjaldið á bensíninu er búið að vera óbreytt í mörg ár og á olíunni er einnig föst krónutala.
- Það er nánast allt að hækka þessi misserin og þannig fær ríkið hærri vask af öllum vörum. Af hverju ætti að niðurgreiða eldsneyti sérstaklega? Svo ætti vaskurinn sem ríkið fær að jafnast út því ef hlutirnir verða dýrari að þá verður fólk að spara á einhverjum sviðum og þar missir ríkið vask á móti.
- Er vaskurinn svo ekki frádráttarbær fyrir atvinnubílstjóra?
2. Ég skil það svo sem að ykkur svíði undan þessum gjöldum öllum. En hins vegar ættu þau að bitna jafnt á allri stéttinni sem getur því velt kostnaðinum áfram út í verðlagningguna.
Þó svo að maður vilji fá vöruna fjótt og ódýrt að þá er það bara staðreynd að vegakerfið okkar er ekki að bera vel alla þessa þungaflutninga. Þess vegna væri það bara kostur að hluti þeirra færðist aftur á strandflutningaskipin ef þau verða aftur samkeppnisfær við bílana.
3. Það má vera að það hefði mátt útfæra þessi lög um hvíldartíma betur. Ég vil hins vegar ekki keyra úti á vegum þar sem ég mæti þungum bíl sem er að klára að keyra frá Raufarhöfn til Keflavíkur í einni törn. Ekki af því að vörubílstjórar séu ekki fínir bílstjórar heldur vegna þess hve mikið er í húfi ef eitthvað fer úrskeiðis hjá bílstjóra fullhlaðins bíls á örmjóum vegum.
Það er alveg rétt hvíldarplássin eru flott úti í Evrópu og ég skil vel að þið viljið þannig aðstöðu til þess að hvíla ykkur.
Ég væri líka til í beinu tvöföldu vegina sem eru á milli hvíldarplássanna, en það er sama hvað ég stoppa umferð lengi, við erum ekki að fá þannig vegi í bráð.
Ingólfur, 5.4.2008 kl. 02:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.