Tilviljun ..?

Pælið í þessu, tilviljun eða...?
Abraham Lincoln var kjörinn á þing 1846.John F.
Kennedy var kjörinn á þing 1946.
Abraham Lincoln var kjörinn forseti 1860.
John F. Kennedy var kjörinn forseti 1960.
Lincoln and Kennedy eru bæði 7stafa nöfn.
Báðar konur þeirra misstu börnin sín meðan þau bjuggu í Hvíta húsinu.
Báðir voru skotnir á Föstudegi.

Báðir voru skotnir í höfuðið.
Einkaritari Lincoln hét Kennedy.
Einkaritari Kennedy hét Lincoln.
Báðir voru myrtir af suðurríkjamanni.
Suðurríkjamaður tók við af þeim báðum.
Báðir sem tóku við hétu Johnson.
Andrew Johnson, sem tók við af Lincoln, var fæddur1808.
Lyndon Johnson, sem tók við af Kennedy, var fæddur 1908.
John Wilkes Booth, sem myrti Lincoln, var fæddur 1839.
Lee Harvey Oswald, sem myrti Kennedy, var fæddur 1939.
Báðir morðingjarnir voru alltaf kallaðir sínum fullu nöfnum.

Nöfn þeirra beggja eru 15 stafir.
Lincoln var skotinn í "Kennedy" leikhúsinu.
Kennedy var skotinn í Lincoln bifreið.
Booth flúði úr leikhúsinu og fannst í vöruhúsi.
Oswald flúði úr vöruhúsinu og fannst í leikhúsi.
Booth og Oswald voru báðir myrtir áður en þeir voru dæmdir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flest af þessu er annað hvort ekki rétt eða afskaplega lítilvægar tilviljanir.  Það er góð regla að fletta svona löguðu upp á t.d. www.snopes.com sem sérhæfir sig í að afsanna svona 'urban myths' sem hringsóla um á netinu fyrir tilstuðlan fólks sem trúir öllu sem það les.

Sjá nánar hér.

Anna (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 16:29

2 Smámynd: Halldór Þórðarson/dóritaxi

The Thinker Það eru alltaf til fólk sem trúir engu sem það les nema sjálft hafi skrifað, þessi síða www.snopes.com er ekkert öruggari heimildar vettvangur en hver önnur "Gróa á Leyti.

Halldór Þórðarson/dóritaxi, 24.3.2008 kl. 16:39

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þeir sem eru á bólakafi eru snillingar að raða svona "tilviljunum" saman. T.d. ef þeir aka fram hjá húsi sem er númer 7, og hafa bíl fyrir framan sig sem er með númei sem endar á 7, muna þeir allt í einu eftir því að Amma þeirra fæddist þann 7.unda svo þeir leggja saman tölurnar og fá út úr því 21, bæta síðan við dags. dagsins sem er sá 7undi og er þetta að sjálfsögðu merki frá a´mættinu að þeir eigi að flýta sér á næstu spilknæpu til að spila 21 eða BlackJack og leggja 7 dollara undir í hvert skipti. Síðan skilja þeir ekkert í því hvers vegna þeir töpuðu öllum peningunum sínum...

Óskar Arnórsson, 24.3.2008 kl. 21:39

4 Smámynd: Halldór Þórðarson/dóritaxi

Light Bulb

 Tilviljanir eða samsæriskenningar þá er bara gaman að lesa þær og ennþá skemmtilegra að sjá viðbrögð fólks, allir verða sérfræðingar, bara gaman.

Halldór Þórðarson/dóritaxi, 24.3.2008 kl. 21:55

5 identicon

Snopes er nú reyndar inn á milli að segja manni að hugsa um þetta af pínulítilli skynsemi og hugsa frekar af hverju í ósköpunum er verið að toga og teygja staðreyndir þangað til þær passa í eitthvað fyrirframgefið form.

Ég trúi Snopes reyndar ekkert meiru en öðru en hef hins vegar lesið ævisögur bæði Lincolns og Kennedys, ég treysti því allavega að þær séu meira og minna sannar! 

Anna (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband