1.3.2008 | 23:40
Til fyrirmyndar ?
Hver á að vera fyrirmynd annarra? þegar stórt er spurt þá verður oft fátt um svör, mig langar til að segja ykkur frá smá atviki sem ég varð vitni af í umferðinni dag (1. mars) kannski ekki stór mál en samt..... ég var að aka eftir Hafnarfjarðarveginum í átt til RVK. þegar ég tók eftir lögreglubíl sem stoppar við hlið mér á syðri ljósunum í Garðabæ hann á vinstri akrein svo kom grænt ljós og við höldum af stað en ég tók strax eftir því þó ég gæfi þeim færi að færa sig yfir á hægri akrein með því að aka hægar þá sinntu þeir því ekki og héldu sig á þeirri vinstri og þegar hraðinn fór að nálgast 3ja stafa tölu "við Kópavogslækinn" þá allt einu var eins og þeir vöknuðu og snar hægðu og færðu sig yfir á hægri akrein, nú var ekki mikil umferð og við vorum fremstu bílar þannig að ég hefði talið að það hafi verið óþarfi að liggja á vinstri akrein og ekki síst fyrir þær sakir að bæði lögregla og umferðar stofa eru alltaf að brýna fyrir fólki að halda sig á hægri akrein en nota þá vinstri til framúraksturs,,,,,þetta kom mér utanbæjarmanninum svolítið spánskt fyrir sjónir en þetta á kannski að vera svona ?
Athugasemdir
Í Svíþjóð má taka framúr bæði vinstra og hægra akrein... er það ekki svoleiðis á Íslandi lika?
Velkominn á Blogglistann
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.3.2008 kl. 00:06
það segir í umferðalögum að aka skuli framúr öðru ökutæki vinstramegin,,,,,,,,,,,,
Halldór Þórðarson/dóritaxi, 2.3.2008 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.