Besta staðsetningin við Hringbraut....

Á sama tíma og Guðlaugur Þór Þórðarson og Inga Jóna Þórðardóttir eru að kynna starfsmönnum og öðrum hvar sé nú viturlegast að byggja nýja háskólasjúkrahúsið þá er birt nær samtímis á mbl.is viðtal við Lauru Sch. Thorstensson þar sem fram kemur hversu alvarlegt ástand er á sjúkrahúsum hvað vinnuafl snertir, ég spyr hverjir eiga að vinna á þessu nýja sjúkrahúsi þegar það hefur risið ef ekki er hægt að manna þau sem fyrir eru ?
mbl.is Besta staðsetningin við Hringbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Það getur nú ekki verið að þetta séu einungis nýjar einingar, heldur er augljóst að það eigi að sameina starfsemi sem er í dag dreifð út um allan bæ.

Reynir Jóhannesson, 27.2.2008 kl. 18:32

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Sæll Halldór+nafni. Já vandamálin eru mikið til laun starsfólksins. Það er mikil og erfið vinna oft á spítulum og sú vinna þarf að vera vel launuð og umbuna fólki fyrir góð störf.
Eftir því sem ég verð eldri þykir mér launagreiðslur oft vera í öfugu hlutfalli við vinnuafköst, þeir sem vinna mikilvægustu störfin og leggja mest á sig fá minnst og svo öfugt.

Ólafur Þórðarson, 27.2.2008 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband