20.3.2008 | 12:04
Átök um Jón.
Jón verkfræðingur deyr og fer auðvitað upp til himna eins og allir verkfræðingar. Þegar þangað kemur leitar Pétur í nafnalistanum og segir svo: "Því miður Jón minn, þú ert ekki ekki á listanum. Þú verður að fara niður". --"En en, ég er verkfræðingur..." "Já sorrí, en þú ert ekki á listanum !". Þannig að Jón er sendur niður til helvítis. Mánuði síðar er Guð að fara yfir nafnalistana og sér að þau mistök hafa átt sér stað að Jón verkfræðingur hafi óvart verið sendur til helvítis. Hann bjallar í Satan og biður hann um að skila nú Jóni. Satan segir strax, "Ekki séns, þú færð Jón sko ekki aftur, þín mistök." Guð er ekki sáttur og segir, "Láttu ekki svona, Jón er verkfræðingur, hann á heima á himnum með hinum og þú veist það". Þá var Satan mikið niðri fyrir og sagði "Sko, áður en Jón kom var ógeðslega heitt hérna, það var hraunstraumur hér um allt og brennisteinsfnykur og viðbjóður. Jón breytti þessu öllu. Núna erum við komin með loftræstingu, brýr, vegakerfi, flóðvarnagarða og ég veit ekki hvað og hvað, allt hannað af honum. Þetta er orðið helvíti næs hérna hjá okkur. Það er ekki séns að þú fáir hann".
"Sko Satan, þú lætur mig fá hann aftur, eða ég fer í mál við þig !" "-
Já er það, og hvar þykist þú ætla að fá lögfræðinga ? ? "
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.3.2008 | 22:16
til umhugsunar fyrir svefninn .................
Einn daginn fékk maðurinn minn skyndilega þá köllun að fara að sinna
heimilisstörfunum og í einhverju bjartsýniskasti ákvað hann að þvo
stuttermabolinn sinn.
Hann var varla kominn inn í þvottahús þegar hann
kallaði á mig "Á hvaða stillingu set ég þvottavélina elskan?"
"Það fer eftir því hvað stendur á bolnum" kallaði ég til baka.
"Húsasmiðjan" Gargaði hann...
Og svo segja þeir að ljóskur séu heimskar.....
Kínverjinn segir: -"Ég ekki koma í vinnu, ég veikur."
Yfirmaðurinn svarar: - Þegar ég er veikur, þá r.. ég konunni minni og þá lagast ég,
þú ættir að prófa það.
Eftir tvo tíma hringir Kínverjinn: - Þetta virka, ég koma vinna, þú eiga rosa flott hús!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.3.2008 | 18:46
Brjóst eða fyrir brjóst ?
Bannað að bera brjóstin í Hveró | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.3.2008 | 17:12
Færeyingar gera innrás............
Færeyingar gera innrás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.3.2008 | 20:16
Einn fyrir svefninn.......
Kona ein kom heim til sín og sagði við eiginmanninn; "Veistu að höfuðverkjakösin sem ég hef verið að fá undanfarin ár eru alveg horfin". "Hvað segirðu, hvað gerðist?" spurði maðurinn.
"Hún Magga ráðlagði mér að fara til dáleiðara og hann sagði mér að standa fyrir framan spegil, stara á sjálfa mig og endurtaka; Ég hef ekki hausverk, ég hef ekki hausverk. Og ég hef ekki fengið höfuðverk síðan. Þetta virkaði svona æðislega vel."
"Þetta er frábært, þetta er æðislegur árangur." Sagði maðurinn. Þá sagði eiginkonan; "Þú hefur ekki verið neinn orkubolti í rúminu síðustu árin. Af hverju drífur þú þig ekki til dáleiðarans og athugar hvort hann geti ekki gert eitthvað fyrir þig svo þetta lagist?" Eiginmaðurinn samþykkti að prófa og eftir heimsókn til dáleiðarans kom hann heim og þreif konuna í fangið, reif hana úr fötunum og bar hana inní svefnherbergi, lagði hana í rúmið og sagði "Bíddu smá, ég verð enga stund". Svo fór hann inná baðherbergi og kom til baka stuttu seinna og seinni ástarleikurinn með konunni var enn betri en sá fyrri og annað eins hafði eiginkonan ekki upplifað árum saman.
Konan settist upp í rúminu en eiginmaðurinn sagði þá; " Ekki hreyfa þig, ég kem eftir smá" og svo dreif hann sig aftur inná baðherbergið. Konan var forvitin og læddist á eftir honum og sá að hann stóð fyrir framan spegilinn og endurtók í sífellu, "Hún er ekki konan mín, hún er ekki konan mín, hún er ekki konan mín." Jarðarför hans fer fram næsta föstudag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.3.2008 | 20:03
Ösku illur, ekki að undra !
Var að horfa á fréttir sjónvarps þar sem meðal annars var sagt frá því að dómtekið væri og yfirherslur hafnar yfir konu "starfsmanni T.R." og hennar vitorðsfólki vegna þjófnaðar á peningum T.R. sem í raun áttu að renna til "viðskiptavina T.R. þeas. öryrkja og ellilífeyrisþega, " ekki að undra þó að greiðslur TR. til sinna viðskiptavina séu eins og þær eru " til skammar " þegar starfsfólkið dundar bara við að maka sinn krók og til viðbótar hver borgar réttarhöldin ?
hvar verður skorið við nögl til að mæta þessu BULLI ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2008 | 15:39
engin mjólk í brjóstunum.
Kona kom með kornabarn til læknis í skoðun.Hann er svolítið of léttur,sagði læknirinn, er hann á pela eða brjósti? Brjósti, svaraði konan.
Láttu mig sjá brjóstin á þér, sagði læknirinn. Hún fór úr að ofan og hann strauk og hnoðaði brjóstin á henni góða stund, og sagði svo: Það er engin mjólk í brjóstunum á þér.
Ég veit, sagði konan og ljómaði, ég er amma hans, en ég er fegin að ég skyldi koma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2008 | 13:37
Sala stöðvuð !
Sala á saumavélum stöðvuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2008 | 21:46
Starfsleyfi fyrir álver.
Efast um réttmæti leyfisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)